Innlent

Ferðamaður lést við Skógafoss

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi við Skógafoss.
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi við Skógafoss. Vísir/vilhelm

Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri, sem var á göngu um pallinn við efri brún Skógafoss þann 14. október síðastliðinn, lést vegna bráðra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Samferðamenn mannsins hófu endurlífgunartilraunir. Björgunarsveitarmenn sem voru á Skógum þegar beiðni um aðstoð barst héldu svo endurlífgunartilraunum áfram og við bættust sjúkraflutningamenn, læknir og lögregla. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá rétt ókomin á vettvang og var lík mannsins flutt á Selfoss með henni.

Krufning hefur farið fram og bráðabirgðaniðurstöður benda eins og áður sagði til bráðra veikinda. Aðstandendur mannsins komu til landsins og njóta aðstoðar ræðismanns ríkis síns á Íslandi í málinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.