Innlent

Ferðamaður lést við Skógafoss

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi við Skógafoss.
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi við Skógafoss. Vísir/vilhelm
Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri, sem var á göngu um pallinn við efri brún Skógafoss þann 14. október síðastliðinn, lést vegna bráðra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Samferðamenn mannsins hófu endurlífgunartilraunir. Björgunarsveitarmenn sem voru á Skógum þegar beiðni um aðstoð barst héldu svo endurlífgunartilraunum áfram og við bættust sjúkraflutningamenn, læknir og lögregla. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá rétt ókomin á vettvang og var lík mannsins flutt á Selfoss með henni.

Krufning hefur farið fram og bráðabirgðaniðurstöður benda eins og áður sagði til bráðra veikinda. Aðstandendur mannsins komu til landsins og njóta aðstoðar ræðismanns ríkis síns á Íslandi í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×