Innlent

Staðfestu synjun

Björn Þorfinnsson skrifar
Ferðamaður tekur sjálfsmynd við Jökulsárlón.
Ferðamaður tekur sjálfsmynd við Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm

Ákvörðun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að synja ferðaþjónusturisanum Arctic Adventure um leyfi til siglinga á Jökulsárlóni árið 2018 var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á dögunum.

Arctic Adventures lagði fram stjórnsýslukæru til ráðuneytisins í kjölfar synjunarinnar á síðasta ári en niðurstaða ráðuneytisins er sú að ákvörðun stjórnarinnar hafi verið lögmæt og hafi ekki brotið á kæranda.

Málið vakti nokkra athygli um mitt ár 2018 en þá hafði fyrirtækið siglt með ferðamenn á lóninu heimsfræga án leyfis um skeið. Hafði fyrirtækið óskað eftir leyfi til siglinganna fyrr um veturinn en ekki fengið svar frá þjóðgarðinum fyrr en í maí.

Þá var þegar búið að skipuleggja siglingarnar og var talið að fyrirtækið hefði túlkað sein svör sem samþykki fyrir því að hefja siglingarnar.


Tengdar fréttir

Meiri afköst og sömu gæði í Litháen

Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, segir offramboð í ferðaþjónustu. Eigendur fyrirtækja þurfi að leggja egóið til hliðar og skoða samruna af alvöru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.