Vara­­mennirnir tryggðu At­­letico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir At­letico og Real

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Morata stangar knöttinn í netið.
Morata stangar knöttinn í netið. vísir/getty
Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt.

Eftir dapran fyrri hálfleik ákvað Diego Simeone, þjálfari Atletico, að gera breytingar í þeim síðari. Á 62. mínútu leiksins kom Thomas Lemar inn af varamannabekknum og átta mínútum síðar kom Alvaro Morata inn á. Það voru svo varamennirnir tveir sem tryggðu Atletico stigin þrjú. 

Lemar fékk þá sendingu út á vinstri vængnum og enginn varnarmaður Leverkusen í sjónmáli. Lemar lagði knöttinn fyrir og gaf fyrir markið þar sem Morata kom á fullri ferð og stangaði knöttinn af öllu afli í netið. Staðan orðin 1-0 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. 

Með því er Morata orðinn fyrsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir bæði Real og Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu. 

Atletico er á toppi D-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki á meðan Leverkusen er á botninum án stiga. Takist Juventus að sigra Lokomotiv Moskvu í síðari leik kvöldsins þá hrifsa þeir toppsætið af Atletico.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira