„Það hefur enginn gefið mér neitt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. október 2019 10:30 Borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Dóra Björt Guðjónsdóttir tókust á í morgun. Vísir/vilhelm „Finnst þér ekkert undarlegt að 325 milljónir verði að 0 krónum á tveimur árum, bara svona allt í einu?“ spurði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í heitum umræðum um hlutabréfaviðskipti Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna, í Morgunútvarpinu í morgun. Hún sakaði Eyþór um sýndarviðskipti, sem hann sjálfur gaf lítið fyrir og sagði málið smjörklípu og „reykbombu.“ Ásakanir um að afvegaleiða umræðuna gengu á víxl, Eyþór áleit Dóru brjóta siðareglur með framgöngu sinni á meðan Dóra spurði hvort Eyþór gegndi „útfararstörfum“ fyrir útgerðirnar.Stundin greindi frá því í liðinni viku að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. Eyþór hefur áður svarað fyrir þessi viðskipti, til að mynda á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Þar sagðist hann hafa greitt fyrir hlutinn sem hafi verið færður niður í bókhaldinu í samræmi við taprekstur Morgunblaðsins. Af þessu hafi hlotist nokkuð persónulegt tjón, að sögn Eyþórs, sem hafnaði því að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. „Verðmæti hlutarins hefur einfaldlega minnkað og þegar við gerðum þessi viðskipti í byrjun þá var mjög líklegt að það gæti gerst, þetta eru áhættuviðskipti. Hins vegar hefur þetta allt verið upp á borðum, það er ekkert skráð jafn vel og eignarhlutur í fjölmiðlum.“Sjá einnig: Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Dóru Björt þykja þetta þó ótrúverðugar skýringar. „Mér finnst ótrúlegt að rekstrarumhverfi breytist svona mikið á tveimur árum, frá því að þessi hlutur sé metinn á 325 milljónir króna yfir í það að vera metinn á 0 krónur. Þess vegna held ég ekki að þetta sé eitthvað markaðsatriði,“ sagði Dóra í Morgunútvarpinu og spurði Eyþór, sem sat með henni í hljóðverinu:Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja, sem hefur þurft að afskrifa háar fjárhæðir vegna bréfa í Morgunblaðinu.Fbl/anton„Hyggst þú greiða eitthvað fyrir þessi bréf eða á næsta ári þegar gjalddaginn kemur. Er þetta raunverulega þannig að það sé verið að afskrifa allt saman, allt þetta lán sem þú fékkst; 225 milljónir. Svo er bara mjög áhugaverð spurning: Hvaðan koma þessa 100 milljónir sem eftir eru? Er einhver annar hagsmunaaðili þarna sem þú skuldar greiða?“ Eyþór var ragur við að svara í fyrstu og beindi spjótum sínum að samherjum Dóru í borgarstjórn. „Nú er gaman að því þegar borgarfulltrúinn er orðinn spyrill og ég vona að hann spyrji líka Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] um aðkomu hennar að fjárfestingarsjóðum sem hún er í, eða Dag B. Eggertsson um atvinnuhúsnæði sem hann leigir út,“ sagði Eyþór. Þegar Eyþóri var bent á að hann hefði ekki svarað spurningu Dóru, sem henni þótti sjálfri til marks um að hann væri að reyna að afvegaleiða umræðuna, sagði Eyþór að hann gæti vel svarað öllum spurningum hennar. „Ég held að sé best að gera það í samræmi við þær reglur sem við setjum okkur. Það á ekki að yfirheyra einn mann meðan aðrir, sem eru samherjar Dóru, svara ekki.“Ekki smjörklípa heldur reykbomba Hann útskýrði þó að umrædd niðurfærsla á kröfunum væri bókhaldslegs eðlis og félli á tvo ársreikninga. „Þetta er ekki á milli aðila, þetta er mat á stöðu um síðustu áramót. Mitt félag gerði líka niðurfærslu í samræmi við tap Morgunblaðsins og það er bara gert um síðustu áramót. Svo geta hlutirnir breyst aftur,“ sagði Eyþór og bætti við að hann vonist til að hægt verði að „ganga frá þessu málum með sem bestum hætti. Þetta er bara áramótastaða á verðmæti hlutar og útistandandi skulda.“ Hann segist vilja að umræður sem þessar eigi sér stað á vettvangi hagsmunaskráningar borgarfulltrúa. Ásakanir Dóru eru að hans mati meira en smjörklípa – „frekar reykbomba“ – til þess að dreifa athyglinni frá málefnum borgarstjórnar. Vísar hann þar til lokunar Kelduskóla í Grafarvogi, sem greint var frá í gær við litla hrifningu foreldra.Hart er tekist á í borgarstjórn.Vísir/vilhelmDóra Björt gafst þó ekki upp. „Það sem skiptir máli er að útgerðirnar létu Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, fá bréf á láni sem þau gera ekki ráð fyrir að fá greitt til baka. Þú hefur sagt að þetta séu alvöru viðskipti, nú sýnir þetta sig að þetta séu mögulega sýndarviðskipti. Þú segist ekki vera háður þessum útgerðum á nokkurn hátt, það er ekki rétt. Þetta snýst um heiðarleika og mér finnst þú ekki koma heiðarlega fram í þessu máli. Þú segir ekki rétt og frá og almenningur á rétt á upplýsingum því þetta snýr að stórum hagsmunum í íslensku samfélagi.“ Dóra Björt hélt áfram. „.Er það þannig að útgerðin sé að gefa Eyþóri mörg hundruð milljónir? Það er það sem snýst um – og líka um siðferði. Finnst þér ekkert undarlegt að 325 milljónir verði að 0 krónum á tveimur árum, bara svona allt í einu?“ Þá áréttaði Eyþór: „Það hefur enginn gefið mér neitt. Það var einfaldlega verið að niðurfæra eignir. Það eru fleiri félög sem hafa gert það.“Sjálfstæðismenn „alltaf með eitthvað svona í pokahorninu“ Dóra sagði mál Eyþórs „einmitt dæmi þess að það þurfi að setja skýrar, harðar og lögbundnar reglur um fjárhagslega hagsmuni kjörinna fulltrúa í borgarstjórn með góðu eftirliti. Það skiptir máli að koma böndum á þessa tryllingslegu hagsmunaárekstra Sjálfstæðisflokksins sem við sjáum ítrekað. Þeir eru alltaf með eitthvað svona í pokahorninu, það eru mörg dæmi um það.“ Því þurfi að setja „setja skýrar, harðar og lögbundnar reglur um fjárhagslega hagsmuni kjörinna fulltrúa í borgarstjórn með góðu eftirliti,“ að mati Dóru – sem Eyþór tók undir og sagði sökina liggja hjá meirihlutanum.Kelduskóla-Korpu verður að óbreyttu lokað nái tillaga meirihlutans fram að ganga.fbl/ernirDóra eigi að skammast sín „Sjálfstæðimenn vildu að þær næðu einnig til embættismanna sem oftast taka ákvarðanir um innkaup, en ekki kjörnir fulltrúar og allra síst í minnihlutanum. Það var samþykkt fyrir um ári síðan en er ekki komið í framkvæmd. Þannig að sleifarlagið við það að setja reglur er alfarið á ábyrgð meirihlutans vegna þess að við vildum víkka út þessar reglur, sem var samþykkt, en ekki verið framkvæmt. Það er ekki við okkur að sakast þegar þau fara ekki eftir þeim.“ Dóra var ekki sammála þeirri upplifun Eyþórs að ábyrgðin lægi hjá meirihlutanum og sagði ástæðuna fyrir drættinum vera andstöðu Sjálfstæðismanna við breytingarnar. Ásakanir gengu á víxl áður en Dóra sagði þau Eyþór „eiga í mismunandi sambandi við sannleikann.“ Eyþóri var ekki skemmt, undirstrikaði að ásakanir Dóru um sýndarviðskipti væru tilhæfulausar og sagði að í hans huga bryti framganga Dóru í bága við siðareglur borgarfulltrúa. Dóra bætti þó um betur og velti því upp hvort viðskiptin með bréfin í Morgunblaðinu væru til marks um það að Eyþór stæði í „einhvers konar útfararstörfum“ fyrir útgerðirnar. „Ef það er einhver útfararstjóri þá er það Dóra Björt og félagar hennar sem hafa tilkynnt það núna að það eigi að loka grunnskóla í Grafarvogi. Allt er réttilega skráð og þú átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“ sagði Eyþór áður en Dóra svaraði um hæl: „Tilgerð og móðgunargirni er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins en hún hefur bara engin áhrif á mig.“ Spjall þeirra Dóru og Eyþórs má nálgast í heild sinni hér. Borgarstjórn Fjölmiðlar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Finnst þér ekkert undarlegt að 325 milljónir verði að 0 krónum á tveimur árum, bara svona allt í einu?“ spurði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í heitum umræðum um hlutabréfaviðskipti Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna, í Morgunútvarpinu í morgun. Hún sakaði Eyþór um sýndarviðskipti, sem hann sjálfur gaf lítið fyrir og sagði málið smjörklípu og „reykbombu.“ Ásakanir um að afvegaleiða umræðuna gengu á víxl, Eyþór áleit Dóru brjóta siðareglur með framgöngu sinni á meðan Dóra spurði hvort Eyþór gegndi „útfararstörfum“ fyrir útgerðirnar.Stundin greindi frá því í liðinni viku að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. Eyþór hefur áður svarað fyrir þessi viðskipti, til að mynda á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Þar sagðist hann hafa greitt fyrir hlutinn sem hafi verið færður niður í bókhaldinu í samræmi við taprekstur Morgunblaðsins. Af þessu hafi hlotist nokkuð persónulegt tjón, að sögn Eyþórs, sem hafnaði því að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. „Verðmæti hlutarins hefur einfaldlega minnkað og þegar við gerðum þessi viðskipti í byrjun þá var mjög líklegt að það gæti gerst, þetta eru áhættuviðskipti. Hins vegar hefur þetta allt verið upp á borðum, það er ekkert skráð jafn vel og eignarhlutur í fjölmiðlum.“Sjá einnig: Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Dóru Björt þykja þetta þó ótrúverðugar skýringar. „Mér finnst ótrúlegt að rekstrarumhverfi breytist svona mikið á tveimur árum, frá því að þessi hlutur sé metinn á 325 milljónir króna yfir í það að vera metinn á 0 krónur. Þess vegna held ég ekki að þetta sé eitthvað markaðsatriði,“ sagði Dóra í Morgunútvarpinu og spurði Eyþór, sem sat með henni í hljóðverinu:Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja, sem hefur þurft að afskrifa háar fjárhæðir vegna bréfa í Morgunblaðinu.Fbl/anton„Hyggst þú greiða eitthvað fyrir þessi bréf eða á næsta ári þegar gjalddaginn kemur. Er þetta raunverulega þannig að það sé verið að afskrifa allt saman, allt þetta lán sem þú fékkst; 225 milljónir. Svo er bara mjög áhugaverð spurning: Hvaðan koma þessa 100 milljónir sem eftir eru? Er einhver annar hagsmunaaðili þarna sem þú skuldar greiða?“ Eyþór var ragur við að svara í fyrstu og beindi spjótum sínum að samherjum Dóru í borgarstjórn. „Nú er gaman að því þegar borgarfulltrúinn er orðinn spyrill og ég vona að hann spyrji líka Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] um aðkomu hennar að fjárfestingarsjóðum sem hún er í, eða Dag B. Eggertsson um atvinnuhúsnæði sem hann leigir út,“ sagði Eyþór. Þegar Eyþóri var bent á að hann hefði ekki svarað spurningu Dóru, sem henni þótti sjálfri til marks um að hann væri að reyna að afvegaleiða umræðuna, sagði Eyþór að hann gæti vel svarað öllum spurningum hennar. „Ég held að sé best að gera það í samræmi við þær reglur sem við setjum okkur. Það á ekki að yfirheyra einn mann meðan aðrir, sem eru samherjar Dóru, svara ekki.“Ekki smjörklípa heldur reykbomba Hann útskýrði þó að umrædd niðurfærsla á kröfunum væri bókhaldslegs eðlis og félli á tvo ársreikninga. „Þetta er ekki á milli aðila, þetta er mat á stöðu um síðustu áramót. Mitt félag gerði líka niðurfærslu í samræmi við tap Morgunblaðsins og það er bara gert um síðustu áramót. Svo geta hlutirnir breyst aftur,“ sagði Eyþór og bætti við að hann vonist til að hægt verði að „ganga frá þessu málum með sem bestum hætti. Þetta er bara áramótastaða á verðmæti hlutar og útistandandi skulda.“ Hann segist vilja að umræður sem þessar eigi sér stað á vettvangi hagsmunaskráningar borgarfulltrúa. Ásakanir Dóru eru að hans mati meira en smjörklípa – „frekar reykbomba“ – til þess að dreifa athyglinni frá málefnum borgarstjórnar. Vísar hann þar til lokunar Kelduskóla í Grafarvogi, sem greint var frá í gær við litla hrifningu foreldra.Hart er tekist á í borgarstjórn.Vísir/vilhelmDóra Björt gafst þó ekki upp. „Það sem skiptir máli er að útgerðirnar létu Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, fá bréf á láni sem þau gera ekki ráð fyrir að fá greitt til baka. Þú hefur sagt að þetta séu alvöru viðskipti, nú sýnir þetta sig að þetta séu mögulega sýndarviðskipti. Þú segist ekki vera háður þessum útgerðum á nokkurn hátt, það er ekki rétt. Þetta snýst um heiðarleika og mér finnst þú ekki koma heiðarlega fram í þessu máli. Þú segir ekki rétt og frá og almenningur á rétt á upplýsingum því þetta snýr að stórum hagsmunum í íslensku samfélagi.“ Dóra Björt hélt áfram. „.Er það þannig að útgerðin sé að gefa Eyþóri mörg hundruð milljónir? Það er það sem snýst um – og líka um siðferði. Finnst þér ekkert undarlegt að 325 milljónir verði að 0 krónum á tveimur árum, bara svona allt í einu?“ Þá áréttaði Eyþór: „Það hefur enginn gefið mér neitt. Það var einfaldlega verið að niðurfæra eignir. Það eru fleiri félög sem hafa gert það.“Sjálfstæðismenn „alltaf með eitthvað svona í pokahorninu“ Dóra sagði mál Eyþórs „einmitt dæmi þess að það þurfi að setja skýrar, harðar og lögbundnar reglur um fjárhagslega hagsmuni kjörinna fulltrúa í borgarstjórn með góðu eftirliti. Það skiptir máli að koma böndum á þessa tryllingslegu hagsmunaárekstra Sjálfstæðisflokksins sem við sjáum ítrekað. Þeir eru alltaf með eitthvað svona í pokahorninu, það eru mörg dæmi um það.“ Því þurfi að setja „setja skýrar, harðar og lögbundnar reglur um fjárhagslega hagsmuni kjörinna fulltrúa í borgarstjórn með góðu eftirliti,“ að mati Dóru – sem Eyþór tók undir og sagði sökina liggja hjá meirihlutanum.Kelduskóla-Korpu verður að óbreyttu lokað nái tillaga meirihlutans fram að ganga.fbl/ernirDóra eigi að skammast sín „Sjálfstæðimenn vildu að þær næðu einnig til embættismanna sem oftast taka ákvarðanir um innkaup, en ekki kjörnir fulltrúar og allra síst í minnihlutanum. Það var samþykkt fyrir um ári síðan en er ekki komið í framkvæmd. Þannig að sleifarlagið við það að setja reglur er alfarið á ábyrgð meirihlutans vegna þess að við vildum víkka út þessar reglur, sem var samþykkt, en ekki verið framkvæmt. Það er ekki við okkur að sakast þegar þau fara ekki eftir þeim.“ Dóra var ekki sammála þeirri upplifun Eyþórs að ábyrgðin lægi hjá meirihlutanum og sagði ástæðuna fyrir drættinum vera andstöðu Sjálfstæðismanna við breytingarnar. Ásakanir gengu á víxl áður en Dóra sagði þau Eyþór „eiga í mismunandi sambandi við sannleikann.“ Eyþóri var ekki skemmt, undirstrikaði að ásakanir Dóru um sýndarviðskipti væru tilhæfulausar og sagði að í hans huga bryti framganga Dóru í bága við siðareglur borgarfulltrúa. Dóra bætti þó um betur og velti því upp hvort viðskiptin með bréfin í Morgunblaðinu væru til marks um það að Eyþór stæði í „einhvers konar útfararstörfum“ fyrir útgerðirnar. „Ef það er einhver útfararstjóri þá er það Dóra Björt og félagar hennar sem hafa tilkynnt það núna að það eigi að loka grunnskóla í Grafarvogi. Allt er réttilega skráð og þú átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“ sagði Eyþór áður en Dóra svaraði um hæl: „Tilgerð og móðgunargirni er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins en hún hefur bara engin áhrif á mig.“ Spjall þeirra Dóru og Eyþórs má nálgast í heild sinni hér.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14
Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34