Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 15:34 Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn. Vísir/Vilhelm Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100. Rekstur fyrirtækisins hefur orðið stöðugt erfiðari undanfarin ár. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna.Morgunblaðið greinir sjálft frá rekstri Árvakurs í blaði dagsins. Þar segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kemur þó fram í hverju aðgerðirnar felast en fréttastofa hefur sent Haraldi fyrirspurn þess efnis. Haraldur segir rekstrarumhverfið fjölmiðla afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sé sífellt erfiðari en þá hafi neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefur verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Eignir Árvakurs námu um tveimur milljörðum króna um áramót og var eiginfjárhlutfall rúm 28 prósent. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, á stærstan hlut í Árvakri eða um 20 prósent en nánar má lesa um eignarhaldið hér. Auglýsingar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01 Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100. Rekstur fyrirtækisins hefur orðið stöðugt erfiðari undanfarin ár. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna.Morgunblaðið greinir sjálft frá rekstri Árvakurs í blaði dagsins. Þar segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kemur þó fram í hverju aðgerðirnar felast en fréttastofa hefur sent Haraldi fyrirspurn þess efnis. Haraldur segir rekstrarumhverfið fjölmiðla afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sé sífellt erfiðari en þá hafi neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefur verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Eignir Árvakurs námu um tveimur milljörðum króna um áramót og var eiginfjárhlutfall rúm 28 prósent. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, á stærstan hlut í Árvakri eða um 20 prósent en nánar má lesa um eignarhaldið hér.
Auglýsingar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01 Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57
Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01
Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00