Enski boltinn

Jón Daði lagði upp er Millwall náði í stig | Toppliðin misstigu sig bæði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Jón Daði Böðvarsson lagði upp síðara mark Millwall er liðið gerði 2-2 jafntefli við Cardiff City á heimavelli í ensku B-deildinni í kvöld. Selfyssingurinn fær fá tækifæri í byrjunarliði Millwall og þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum enn á ný í kvöld. 

Daniel Ward kom gestunum frá Wales yfir á 12. mínútu leiksins en Tom Bradshaw, aðalframherji Millwall, jafnaði metin áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Aftur komst Cardiff yfir á 57. mínútu en að þessu sinni var það Hoilett sjálfur sem kom knettinum í netið. 

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka kom Jón Daði inn af bekknum er Millwall jók sóknarþunga sinn í leit að jöfnunarmarki. Það mark kom sjö mínútum síðar þegar Jón Daði lagði knöttinn á Bradshaw sem jafnaði metin í 2-2 og reyndust það lokatöur leiksins. 

Gary Rowett tók við stjórnartaumunum hjá Millwall í gær og vonandi fær Jón Daði fleiri tækifæri í byrjunarliðinu undir hans stjórn en það sem af er tímabili.

Millwall er í 16. sæti ensku B-deildarinnar með 15 stig eftir 13 leiki.

Önnur úrslit kvöldsins
Birmingham City 1-0 Blackburn Rovers
Preston North End 1-1 Leeds United
Queens Park Rangers 2-2 Reading
Sheffield Wednesday 1-0 Stoke City
Swansea City 0-3 Brentford
West Bromwich Albion 2-2 BarnsleyAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.