Enski boltinn

Jón Daði lagði upp er Millwall náði í stig | Toppliðin misstigu sig bæði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Jón Daði Böðvarsson lagði upp síðara mark Millwall er liðið gerði 2-2 jafntefli við Cardiff City á heimavelli í ensku B-deildinni í kvöld. Selfyssingurinn fær fá tækifæri í byrjunarliði Millwall og þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum enn á ný í kvöld. 

Daniel Ward kom gestunum frá Wales yfir á 12. mínútu leiksins en Tom Bradshaw, aðalframherji Millwall, jafnaði metin áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Aftur komst Cardiff yfir á 57. mínútu en að þessu sinni var það Hoilett sjálfur sem kom knettinum í netið. 

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka kom Jón Daði inn af bekknum er Millwall jók sóknarþunga sinn í leit að jöfnunarmarki. Það mark kom sjö mínútum síðar þegar Jón Daði lagði knöttinn á Bradshaw sem jafnaði metin í 2-2 og reyndust það lokatöur leiksins. 

Gary Rowett tók við stjórnartaumunum hjá Millwall í gær og vonandi fær Jón Daði fleiri tækifæri í byrjunarliðinu undir hans stjórn en það sem af er tímabili.

Millwall er í 16. sæti ensku B-deildarinnar með 15 stig eftir 13 leiki.

Önnur úrslit kvöldsins

Birmingham City 1-0 Blackburn Rovers

Preston North End 1-1 Leeds United

Queens Park Rangers 2-2 Reading

Sheffield Wednesday 1-0 Stoke City

Swansea City 0-3 Brentford

West Bromwich Albion 2-2 Barnsley




Fleiri fréttir

Sjá meira


×