Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. október 2019 18:30 Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét. Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét.
Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira