Enski boltinn

Jürgen Klopp naut úrslitanna en ekki leiksins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á hliðarlínunni í gær.
Klopp á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Liverpool vann í gærkvöldi öruggan 4-1 sigur á Genk í Meistaradeild Evrópu en Evrópumeistararnir komust í 4-0 áður en Belgarnir minnkuðu muninn.

Þrátt fyrir stóran og mikilvægan sigur nokkrum dögum eftir stórleik gegn Old Trafford þá var þýski stjóri liðsins, Jurgen Klopp, ekkert alltof sáttur með spilamennskuna.

„Það voru góð augnablik. Byrjunin var frábær en síðan byrjuðum við að missa þolinmæðina og tapa boltanum auðveldlega og ég veit ekki afhverju,“ sagði Klopp.

„Öll fjögur mörkin voru þó frábær og við áttum möguleiki á að skora fleiri svo við kláruðum verkefnið. Á árum áður hefðum við gert jafntefli í þessum leik eða mögulega tapað honum.“

„Ákefðin var mikil og við þurftum að einbeita okkur. Mótherji okkar setti inn stærsta leikmanninn sinn og þeir gerðu vel. Ég naut leiksins ekki rosalega mikið en ég naut úrslitanna.“







Alex Oxlade-Chamberlain kom eins og stormsveipur inn í lið Liverpool í gærkvöldi en hann skoraði tvö mörk.

„Mörkin hans voru frábær og mjög mikilvæg. Við erum ánægðir með hann og þetta var stórt skref fyrir hann,“ sem hrósaði einnig spilinu í mark Sadio Mane:

„Ég hefði elskað að sjá meira af þessu í leiknum en þetta augnablik var frábært.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×