Enski boltinn

„Hann er einn af þeim bestu en er leik­maður Totten­ham“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hafði gaman að ummælum fyrrum framherja síns, Roy Keane, hjá Sky Sports á dögunum.

Keane var þá í settinu fyrir leik Manchester United og Liverpool. Hann sagði að Manchester United gæti leyst framherja vandræði sín á augabliki með að sækja Harry Kane.





„Roy kemur hreint fram, er það ekki?“ sagði brosandi Solskjær áður en hann hélt áfram að ræða málið:

„Fyrir okkur snýst þetta um að leggja hart að okkur. Að fá Martial er til baka er mikilvægt fyrir okkur og ég er viss um að það muni einnig hjálpa Rashford.“

„Með framherjanna sem við erum með, með hraðann og hæfileikanna, þá horfi ég björtum augum á næstu vikur.“

Svo byrjaði Norðmaðurinn að ræða Kane og aðra topp framherja í heiminum í dag.







„Það eru ekki margir Lewandowski og Harry Kane. Þeir eru eins og Shearer og Van Nistelrooy; frábærir markaskorarar.“

„Okkar framherjum eru öðruvísi leikmenn en ég verð að segja það að mér líkar við framherja sem fær hálffæri og getur skorað úr því. Kane er einn af þeim bestu en hann er leikmaður Tottenham.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×