Innlent

Ákærð fyrir störf á kaffihúsi á Hvammstanga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá kaffihúsunni Hlöðunni á Hvammstanga.
Frá kaffihúsunni Hlöðunni á Hvammstanga. Tripadvisor

26 ára kona frá Úkraínu hefur verið ákærð fyrir að hafa starfað á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga án þess að hafa til þess tilskilið atvinnuleyfi. Greint er frá ákærunni í Lögbirtingablaðinu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Í fyrirkalli Héraðsdóms Vesturlands sem birt er í Lögbirtingablaðinu er úkraínska konan boðuð til þingfestingar málsins í dómsalnum á Sauðárkróki þann 11. desember. Sæki hún ekki þingið megi hún búast við því að fjarvist verði metin til jafns við viðurkenningu á að hafa framið brotið. Dómur verði þá lagður á málið að henni fjarstaddri.

Fram kemur í ákærunni að konan hún hafi ráðið sig til starfa hjá Hlöðunni án atvinnuleyfis og hafið þar störf 8. eða 9. maí 2019. Hún hafi enn verið við störf hjá Hlöðunni þegar lögregla tók af henni skýrslu tæpum tveimur vikum síðar þann 21. maí.

Teljast brot hennar varða lög um atvinnuréttindi útlendinga. Viðurlög við brotunum varða sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.