Innlent

Sagði „heimskautaref“ hafa hlaupið í veg fyrir bílinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skyggni var afar slæmt á vettvangi.
Skyggni var afar slæmt á vettvangi. Mynd/lögregla

Lögreglu á Norðurlandi vestra var tilkynnt um að bifreið ferðamanna hefði hafnað utan vegar á þjóðveginum um Langadal í kvöld. Hvorki urðu meiðsl á ökumanni né farþegum við óhappið. Lögregla segir ökumanninn hafa gefið þá skýringu að „arctic fox“, eða heimskautarefur, hefði hlaupið í veg fyrir bílinn og ökumanninum því fipast aksturinn.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að bifreiðin, sem var lítið skemmd, hafi verið dregin upp á veginn með dráttarbifreið og gátu ferðalangarnir því haldið áfram för sinni. Á meðfylgjandi mynd sem lögregla birtir með tilkynningu sést að skyggni var afar slæmt á vettvangi.

Veður hefur verið með versta móti í umdæmi lögreglu á Vesturlandi í dag. Í tilkynningu kemur fram að þar hafi verið blindhríð og mikill skafrenningur. Sem betur fer hafi þó ekki orðið alvarleg umferðaróhöpp.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.