Erlent

Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp

Sylvía Hall skrifar
Maurice Robinson er 25 ára gamall.
Maurice Robinson er 25 ára gamall. FAcebook
Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. Robinson var handtekinn á miðvikudag þegar 39 lík fundust í kælivagni vörubíls hans. Fólkið er talið vera frá Víetnam og Kína en óttast er að yfir hundrað innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með þessum hætti.Sjá einnig: Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnumRobinson hefur einnig verið ákærður fyrir brot á innflytjendalögum, mansal og peningaþvætti en hann verður leiddur  fyrir dómara á mánudag. Þá hafa þrjú til viðbótar verið handtekin í tengslum við málið og eru í haldi lögreglu, grunuð um samsæri til mansals og manndráp. Lögreglan í Dublin handtók svo mann á þrítugsaldri sem er talinn geta tengst málinu.Vörubílnum var ekið frá Búlgaríu og kom til Englands um hafnarborgina Holyhead í Wales síðastliðinn laugardag. Lögregla vinnur nú að því að því að bera kennsl á líkinn en að sögn lögreglu gæti það tekið töluverðan tíma.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.