Innlent

Rákust á í hálkunni við Turninn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á rampinum í morgun.
Frá vettvangi á rampinum í morgun. Mynd/Aðsend

Fimm bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. Vinna stóð enn yfir á vettvangi á ellefta tímanum og því takmarkaðar upplýsingar að fá um slysið frá lögreglu og slökkviliði.

Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að svo virðist sem að minnsta kosti fjórir bílar hafi runnið í hálkunni, sem gætt hefur víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun, og rekist á. Ef marka má mynd af vettvangi virðist sem í það minnsta tveir bílar hafi verið fluttir af slysstað til viðbótar. Ekki er vitað um slys á fólki.

Alls hefur verið tilkynnt um sjö umferðarslys, öll hálkutengd, frá miðnætti og þar til nú. „Þemað í morgun hafa verið þessir árekstrar, það er alveg glerhált,“ segir Gunnar.

Þannig var veginum um Flóttamannaleið lokað í morgun þegar söltunarbíll valt á fólksbíl í hálkunni. Veginum verður áfram lokað fram eftir morgni, eða þangað til öryggi á honum hefur verið tryggt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.