Brentford hafði betur gegn QPR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford
Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford vísir/getty
QPR missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Brentford.

Brentford komst yfir á 23. mínútu með marki frá Ollie Watkins og var það markið sem skildi liðin að í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Grant Hall fyrir QPR með marki úr hornspyrnu.

Brentford fékk vítaspyrnu á 59. mínútu, Said Benrahma fór á punktinn og hamraði boltann í netið og kom Brentford yfir á nýjan leik.

Í uppbótartíma innsiglaði Watkins vo sigurinn með marki úr skyndisókn, lokatölur 3-1 fyrir Brentford.

Brentford fer upp í 12. sæti deildarinnar með sigrinum. QPR er með 23 stig í 8. sæti, stigi frá sjötta sætinu og tveimur stigum frá PNE í öðru sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira