Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektarmynda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. október 2019 18:30 Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. Ung kona kona sagði frá því í fréttum í gær að afar algengt hefði verið að krakkarnir í grunnskólanum sem hún gekk í hafi sent af sér nektarmyndir og myndbönd og það farið í dreifingu.Skólastjórnendur biðja um leiðbeiningar Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands sagði í samtali við fréttastofu að skólastjórnendur hefðu haft samband þegar slík mál kæmu upp til að fá leiðbeiningar um hvað bæri að gera. En oft væru málin líka leyst innan skólanna.Höfum séð þetta mörg undanfarin ár Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ segir að undanfarin ár hafi slík mál komið upp í skólanum. „Mörg undanfarin ár höfum við séð þetta gerast. Við höfum brugðist við því eins og við getum sem grunnskóli. Við förum alltaf yfir það með foreldrum viðkomandi þegar um er að ræða vandræði vegna myndbirtinga á netinu. Við erum með sterkt stuðningsnet þannig að við biðjum námsráðgjafa að fylgjast sérstaklega með krökkum sem að lenda í slíku. Oft verða þetta flókin mál og krakkarnir forðast jafnvel að koma í skólann í kjölfarið. Það er hins vegar nokkuð langt síðan við fórum að bregðast við þessu. Fyrir nokkuð mörgum árum fór af stað verkefni sem heitir Velferð barna í Garðabæ og allir skólar og félagasamtök taka þátt í því og þar inni eigum við sameiginlega ferla í barnavernd og þar er verkefni sem heitir Jafnrétti og kynheilbrigði þar sem fræðsla til starfsfólks um þessi mál,“ segir Brynhildur. Hún segir erfitt að sjá heildarmyndina. „Við vitum að við sjáum ekki allt sem er í gangi og við eigum stundum erfitt með að fylgja eftir áhyggjum sem koma upp hjá okkur. Unglingarnir eru t.d. miklu fljótari að læra á samfélagsmiðlanna en við. Við erum alltaf svolítið að elta þau og við þurfum að vinna með það,“ segir Brynhildur. Það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkunHún segir að skólinn leggi áherslu á forvarnarstarf varðandi þessi mál en einnig nána samvinnu við foreldra. „Ég hef nokkrum sinnum sent bréf heim þar sem við bendum foreldrum á ákveðna hluti sem hafa komið upp, hvort sem við erum að tala um ákveðin samskiptaforrit eða hegðun nemenda í snjalltækjunum sínum sem við höfum áhyggjur af. Við fáum mjög sterk viðbrögð frá foreldrum. Margir eru undrandi, hafa ekki heyrt af þessum áhyggjum sem við höfum í skólanum. Skýringin á því er að auðvitað eru ekki allir krakkar að gera þetta. En önnur skýring er að það er svo auðvelt að fela það sem er í tækinu. Foreldrar eiga því oft erfitt að komast að því hvað er að gerast,“ segir Brynhildur. Hún segir að þetta sé ekki vandi sem afmarkist við unglinga. „Fullorðnir eru líka staddir í þessu, það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkun. Þetta er nýtt fyrir okkur og við þurfum að vera samtaka í taka ábyrgð á þessu,“ segir Brynhildur að lokum. Flestir unglingar sem fréttastofa hefur rætt við segja algengt að nektarmyndir séu sendar meðan nemenda í skólum. Við spurðum þær Anney Fjólu Þorgeirsdóttur, Önnu Karen Bjartsdóttur og Heru Björk Arnarsdóttur út í málið.Unglingarnir hafa flestir orðið varir við þettaVið spurðum nokkra krakka í 9. bekk Garðaskóla hvort þau hefði orðið vör við dreifingu nektarmynda innan skólans. Ásgeir Líndal sagðist ekki hafa orðið var við neitt slíkt. Hera Björk Arnarsdóttir sagðist hins vegar hafa orðið vör við þetta og það væri algengt. Anna Karen Bjartsdóttir sagðist hafa orðið vör við þetta en þetta væri ekkert mjög algengt og Anney Fjóla Þorgeirsdóttir var á því að þetta væri stundað. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Sjá meira
Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. Ung kona kona sagði frá því í fréttum í gær að afar algengt hefði verið að krakkarnir í grunnskólanum sem hún gekk í hafi sent af sér nektarmyndir og myndbönd og það farið í dreifingu.Skólastjórnendur biðja um leiðbeiningar Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands sagði í samtali við fréttastofu að skólastjórnendur hefðu haft samband þegar slík mál kæmu upp til að fá leiðbeiningar um hvað bæri að gera. En oft væru málin líka leyst innan skólanna.Höfum séð þetta mörg undanfarin ár Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ segir að undanfarin ár hafi slík mál komið upp í skólanum. „Mörg undanfarin ár höfum við séð þetta gerast. Við höfum brugðist við því eins og við getum sem grunnskóli. Við förum alltaf yfir það með foreldrum viðkomandi þegar um er að ræða vandræði vegna myndbirtinga á netinu. Við erum með sterkt stuðningsnet þannig að við biðjum námsráðgjafa að fylgjast sérstaklega með krökkum sem að lenda í slíku. Oft verða þetta flókin mál og krakkarnir forðast jafnvel að koma í skólann í kjölfarið. Það er hins vegar nokkuð langt síðan við fórum að bregðast við þessu. Fyrir nokkuð mörgum árum fór af stað verkefni sem heitir Velferð barna í Garðabæ og allir skólar og félagasamtök taka þátt í því og þar inni eigum við sameiginlega ferla í barnavernd og þar er verkefni sem heitir Jafnrétti og kynheilbrigði þar sem fræðsla til starfsfólks um þessi mál,“ segir Brynhildur. Hún segir erfitt að sjá heildarmyndina. „Við vitum að við sjáum ekki allt sem er í gangi og við eigum stundum erfitt með að fylgja eftir áhyggjum sem koma upp hjá okkur. Unglingarnir eru t.d. miklu fljótari að læra á samfélagsmiðlanna en við. Við erum alltaf svolítið að elta þau og við þurfum að vinna með það,“ segir Brynhildur. Það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkunHún segir að skólinn leggi áherslu á forvarnarstarf varðandi þessi mál en einnig nána samvinnu við foreldra. „Ég hef nokkrum sinnum sent bréf heim þar sem við bendum foreldrum á ákveðna hluti sem hafa komið upp, hvort sem við erum að tala um ákveðin samskiptaforrit eða hegðun nemenda í snjalltækjunum sínum sem við höfum áhyggjur af. Við fáum mjög sterk viðbrögð frá foreldrum. Margir eru undrandi, hafa ekki heyrt af þessum áhyggjum sem við höfum í skólanum. Skýringin á því er að auðvitað eru ekki allir krakkar að gera þetta. En önnur skýring er að það er svo auðvelt að fela það sem er í tækinu. Foreldrar eiga því oft erfitt að komast að því hvað er að gerast,“ segir Brynhildur. Hún segir að þetta sé ekki vandi sem afmarkist við unglinga. „Fullorðnir eru líka staddir í þessu, það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkun. Þetta er nýtt fyrir okkur og við þurfum að vera samtaka í taka ábyrgð á þessu,“ segir Brynhildur að lokum. Flestir unglingar sem fréttastofa hefur rætt við segja algengt að nektarmyndir séu sendar meðan nemenda í skólum. Við spurðum þær Anney Fjólu Þorgeirsdóttur, Önnu Karen Bjartsdóttur og Heru Björk Arnarsdóttur út í málið.Unglingarnir hafa flestir orðið varir við þettaVið spurðum nokkra krakka í 9. bekk Garðaskóla hvort þau hefði orðið vör við dreifingu nektarmynda innan skólans. Ásgeir Líndal sagðist ekki hafa orðið var við neitt slíkt. Hera Björk Arnarsdóttir sagðist hins vegar hafa orðið vör við þetta og það væri algengt. Anna Karen Bjartsdóttir sagðist hafa orðið vör við þetta en þetta væri ekkert mjög algengt og Anney Fjóla Þorgeirsdóttir var á því að þetta væri stundað.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?