Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. október 2019 23:45 Nemendum í Kelduskóla Korpu hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum. Fréttablaðið/Ernir „Umræðan finnst mér hafa snúist að mestu leiti um um krónur og aura og um mögulegar eða ómögulegar breytingar á fasteignaverði í hverfinu, kostnað eða sparnað við þessar breytingar en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um faglegan þátt eða svona námslegan þátt í þessum breytingum,“ segir Páll Grétar Steingrímsson í samtali við fréttastofu. Páll sendi bréf á borgarfulltrúa í Reykjavík vegna lokunar Kelduskóla Korpu. Páll er íbúi í Staðarhverfi í Grafarvogi og hefur sjálfur átt þrjú börn í Kelduskóla Korpu. Hann segir að það sé mikil synd að fagleg umræða sitji svona á hakanum í allri umræðu um lokunina. Tillögur samráðshópsins, sem stofnaður var til að fjalla um hugmyndir að breytingum á skipulagi skólahalds í Grafarvogi, hafi miðað við að bæta nám, sérstaklega á unglingastigi í þessum hverfum. „Ég ætla ekki að fara í stríð við fólkið í hverfinu, það er ekki þar sem fyrir mér vakir,“ segir Páll um bréfið. Hann segist hafa skrifað það eftir að byrjað var að ráðast á konuna hans vegna málsins. Páll segir að í bréfinu hafi hann komið inn á að eiginkona sín hafi verið í starfshóps vegna málsins. „Mér finnst þau í rauninni sá hópur og hún hafa setið undir meiðyrðum hálfgerðum, af hendi þeirra sem hafa helst verið að gagnrýna þetta. Ég vildi bara koma þeim sjónarmiðum á framfæri í raun að hún er kennari líka í Vættaskóla, sem er hinn skólinn sem er undir í þessum breytingum. Það er svona látið líta út eins og hún hafi leikið tveimur skjöldum eða hvað á að kalla það og hafi ekki komið heiðarlega fram og ekki staðið með hagsmunum fólks í hverfinu.“ Hann segir að þetta sé ekki rétt. „Mér sýnist þessi vinna hafi verið mjög fagleg og það hafi verið komið með mjög gagnlegar tillögur og breytingar á ástandi sem er ómöguleg og ég rek það í þessu bréfi líka. Árið 2012 var lagt til með að stofna unglingaskóla í hverfinu og því var hætt vegna þrýstings frá foreldrum.Páll Grétar Steingrímsson, íbúi í Grafarvogi.Mynd/FacebookNýjungarnar miði að því að bæta nám Hann segir að þetta hafi endað sem tveir skólar með sameiginlega unglingadeild, sem hafi alls ekki reynst vel. „Hvorki út frá gæðum náms né félagslegum ástæðum. Ég held að þetta sé tækifæri til að leiðrétta þetta ástand.“ Páll segir að hann hafi trú á því að fleiri séu sömu skoðunar. Síðan tilkynnt var um breytingar hefur þó mest heyrst af gagnrýnisröddum vegna þessara nýju breytinga. „Ég hef ekki heyrt neinar einustu gagnrýnisraddir um náminn og kennslupartinn af því, þetta hefur aðallega snúist um í rauninni vegalengdir í skóla og fasteignaverð og svoleiðis. Eins og málið snýr fyrir mér þá er þetta svona einhver foreldravandamál frekar heldur en að þetta snúist að börnunum.“ Hann segir ekki rétt að hugtakið nýsköpunarskóli sé illa skilgreint, eins og komið hafi fram í gagnrýni. „Það miðar að því að breyta námi þannig að það sé meira hópstarf og svona í anda þess sem er og verður, bara eins og þjóðfélagið er að breytast. Menn eru að vinna meira í lotum heldur en beinni kennslu. Allar svona nýjungar og það sem er lagt til í þessu er til þess að bæta nám en þær umræður einhvern vegin komast ekki á flug og þær upplýsingar virðast ekki komast til foreldra í hverfinu.“ Páll segir að eftir að framhaldsskólanám hafi verið stytt í þrjú ár, sé álagið það mikið að nemendur hafi ekki tíma til neins annars en að vera í skólanum. Því hljóti að enda á því að meiri kröfur verði gerðar á efstu stig grunnskólans. „Stofnun unglingaskóla er eiginlega lykilatriði í þessum breytingum. Ef að það tekst ekki að stofna unglingaskóla þá held ég að það sé betur heima setið frekar en af stað farið. Ég er alveg sannfærður um það.“ Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Foreldrar barna í Kelduskóla leggjast alfarið gegn hugmyndum um lokun skólans. Hjallastefnan er tilbúin að ganga til viðræðna um að taka við skólanum í Staðarhverfi. Fulltrúi meirihlutans segir hlustað á allar góðar tillögur. 21. september 2019 08:00 Lokun skólans yrði reiðarslag fyrir hverfið Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. 22. október 2019 20:30 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
„Umræðan finnst mér hafa snúist að mestu leiti um um krónur og aura og um mögulegar eða ómögulegar breytingar á fasteignaverði í hverfinu, kostnað eða sparnað við þessar breytingar en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um faglegan þátt eða svona námslegan þátt í þessum breytingum,“ segir Páll Grétar Steingrímsson í samtali við fréttastofu. Páll sendi bréf á borgarfulltrúa í Reykjavík vegna lokunar Kelduskóla Korpu. Páll er íbúi í Staðarhverfi í Grafarvogi og hefur sjálfur átt þrjú börn í Kelduskóla Korpu. Hann segir að það sé mikil synd að fagleg umræða sitji svona á hakanum í allri umræðu um lokunina. Tillögur samráðshópsins, sem stofnaður var til að fjalla um hugmyndir að breytingum á skipulagi skólahalds í Grafarvogi, hafi miðað við að bæta nám, sérstaklega á unglingastigi í þessum hverfum. „Ég ætla ekki að fara í stríð við fólkið í hverfinu, það er ekki þar sem fyrir mér vakir,“ segir Páll um bréfið. Hann segist hafa skrifað það eftir að byrjað var að ráðast á konuna hans vegna málsins. Páll segir að í bréfinu hafi hann komið inn á að eiginkona sín hafi verið í starfshóps vegna málsins. „Mér finnst þau í rauninni sá hópur og hún hafa setið undir meiðyrðum hálfgerðum, af hendi þeirra sem hafa helst verið að gagnrýna þetta. Ég vildi bara koma þeim sjónarmiðum á framfæri í raun að hún er kennari líka í Vættaskóla, sem er hinn skólinn sem er undir í þessum breytingum. Það er svona látið líta út eins og hún hafi leikið tveimur skjöldum eða hvað á að kalla það og hafi ekki komið heiðarlega fram og ekki staðið með hagsmunum fólks í hverfinu.“ Hann segir að þetta sé ekki rétt. „Mér sýnist þessi vinna hafi verið mjög fagleg og það hafi verið komið með mjög gagnlegar tillögur og breytingar á ástandi sem er ómöguleg og ég rek það í þessu bréfi líka. Árið 2012 var lagt til með að stofna unglingaskóla í hverfinu og því var hætt vegna þrýstings frá foreldrum.Páll Grétar Steingrímsson, íbúi í Grafarvogi.Mynd/FacebookNýjungarnar miði að því að bæta nám Hann segir að þetta hafi endað sem tveir skólar með sameiginlega unglingadeild, sem hafi alls ekki reynst vel. „Hvorki út frá gæðum náms né félagslegum ástæðum. Ég held að þetta sé tækifæri til að leiðrétta þetta ástand.“ Páll segir að hann hafi trú á því að fleiri séu sömu skoðunar. Síðan tilkynnt var um breytingar hefur þó mest heyrst af gagnrýnisröddum vegna þessara nýju breytinga. „Ég hef ekki heyrt neinar einustu gagnrýnisraddir um náminn og kennslupartinn af því, þetta hefur aðallega snúist um í rauninni vegalengdir í skóla og fasteignaverð og svoleiðis. Eins og málið snýr fyrir mér þá er þetta svona einhver foreldravandamál frekar heldur en að þetta snúist að börnunum.“ Hann segir ekki rétt að hugtakið nýsköpunarskóli sé illa skilgreint, eins og komið hafi fram í gagnrýni. „Það miðar að því að breyta námi þannig að það sé meira hópstarf og svona í anda þess sem er og verður, bara eins og þjóðfélagið er að breytast. Menn eru að vinna meira í lotum heldur en beinni kennslu. Allar svona nýjungar og það sem er lagt til í þessu er til þess að bæta nám en þær umræður einhvern vegin komast ekki á flug og þær upplýsingar virðast ekki komast til foreldra í hverfinu.“ Páll segir að eftir að framhaldsskólanám hafi verið stytt í þrjú ár, sé álagið það mikið að nemendur hafi ekki tíma til neins annars en að vera í skólanum. Því hljóti að enda á því að meiri kröfur verði gerðar á efstu stig grunnskólans. „Stofnun unglingaskóla er eiginlega lykilatriði í þessum breytingum. Ef að það tekst ekki að stofna unglingaskóla þá held ég að það sé betur heima setið frekar en af stað farið. Ég er alveg sannfærður um það.“
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Foreldrar barna í Kelduskóla leggjast alfarið gegn hugmyndum um lokun skólans. Hjallastefnan er tilbúin að ganga til viðræðna um að taka við skólanum í Staðarhverfi. Fulltrúi meirihlutans segir hlustað á allar góðar tillögur. 21. september 2019 08:00 Lokun skólans yrði reiðarslag fyrir hverfið Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. 22. október 2019 20:30 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Foreldrar barna í Kelduskóla leggjast alfarið gegn hugmyndum um lokun skólans. Hjallastefnan er tilbúin að ganga til viðræðna um að taka við skólanum í Staðarhverfi. Fulltrúi meirihlutans segir hlustað á allar góðar tillögur. 21. september 2019 08:00
Lokun skólans yrði reiðarslag fyrir hverfið Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. 22. október 2019 20:30
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36