Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:08 Frá samningafundi í morgun. Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent