Fótbolti

Inter fór á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku skoraði seinna mark Inter
Romelu Lukaku skoraði seinna mark Inter vísir/getty
Inter tyllti sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með sigri á Brescia á útivelli.

Lautaro Martinez kom Inter yfir á 23. mínútu leiksins og var það markið sem skildi liðin að í hálfleik.

Romelu Lukaku skoraði annað mark Inter á 63. mínútu en svo varð Milan Skriniar fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu og gefa heimamönnum von.

Þeir komust hins vegar ekki nær og lokatölur urðu 2-1 fyrir Inter.

Inter fer með sigrinum í 25 stig og þar með upp fyrir Juventus og í toppsæti deildarinnar. Juventus er hins vegar aðeins tveimur stigum á eftir Inter og getur tekið toppsætið aftur annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×