Innlent

Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sólríkur sumardagur á Reykjalundi. Ástandið innandyra er þó ekki eins og best verður á kosið þessa dagana.
Sólríkur sumardagur á Reykjalundi. Ástandið innandyra er þó ekki eins og best verður á kosið þessa dagana. Reykjalundur

Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. Ástæðan er sú að starfsfólk telur sig ekki mega sinna vinnu sinni án þess að á svæðinu sé starfandi yfirlæknir. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni á Reykjalundi, var sagt upp störfum síðdegis í gær.

Sviptingar hafa verið á Reykjalundi undanfarna tíu daga. Um mánaðamótin var Birgi Gunnarssyni forstjóra sagt upp störfum. Í gær var Magnúsi, nánum samstarfsmanni Birgis, sömuleiðis sagt upp nokkrum vikum eða mánuðum fyrir fyrirhuguð starfslok hans sökum aldurs.

Starfsmenn Reykjalundar funduðu í morgun með lögfræðingi og var niðurstaðan sú að þeim væri ekki heimilt að sinna störfum án yfirlæknis.

Tilkynning á Reykjalundi í dag. Vísir

Boðað hefur verið til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu. Þangað ætlar starfsfólk að fjölmenna og funda með Sveini Guðmundssyni, formanni Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS.

Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að deilur um peninga séu kveikjan að átökum stjórnar SÍBS, sem á Reykjalund, og forsvarsmanna Reykjalundar. 

Um 200 manns starfa á Reykjalundi en stöðugildin eru færri. Í kringum 70 manns mættu á starfsmannafundinn í morgun samkvæmt heimildum Vísis.


Tengdar fréttir

Prestur sat fund á Reykjalundi

Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.