Innlent

Prestur sat fund á Reykjalundi

Ari Brynjólfsson skrifar
Reykjalundur, endurhæfingarstöð SÍBS, er staðsettur í Mosfellsbæ.
Reykjalundur, endurhæfingarstöð SÍBS, er staðsettur í Mosfellsbæ. Skjáskot/Ja.is
Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. Ekki er búið að auglýsa stöðu nýs forstjóra.

„Hann var þarna sem sálgætir. Það var ákveðið að kalla til einstakling sem hefur mikla reynslu í því að ræða við fólk þegar upp koma atvik, sem setja sorg í fólk,“ segir Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður samtakanna SÍBS.

Viðmælendur Fréttablaðsins innan Reykjalundar segja ástandið viðkvæmt og að starfsfólki líði mörgu hverju illa. Andrúmsloftið hafi verið þungt í nokkurn tíma áður en Birgi var sagt upp.

Það skánaði ekki þegar Magnúsi Ólafssyni, forstöðumanni lækninga á Reykjalundi, var sagt upp seinnipartinn í gær. Fundað verður með starfsmönnum í dag .


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×