Fótbolti

Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn í fremstu víglínu Íslands er liðið tapaði 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka.Kolbeinn segir að hann hafi verið ánægður með frammistöðu Íslands en hefði viljað ná í að minnsta kosti stig úr leiknum.„Það var mjög súrt að ná ekki í stig í dag. Mér fannst við vera með þá fram að markinu og það vantaði herslumuninn en við lögðum allt í þetta,“ sagði Kolbeinn í leikslok.„Það vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi.“Jóhann Berg Guðmundsson fór af velli snemma leiks og Kolbeinn segir að það hafi ekki hjálpað til.„Jói er lykilmaður hjá okkur og hann er frábær leikmaður. Nú þurfum við á öðrum að halda en Jói verður vonandi stutt frá. Þetta hjálpaði okkur ekki.“Kolbeinn segir að leikmyndin hafi verið fín fyrir íslenska liðið.„Mér fannst við vera með fínt tak á þeim. við vorum að flengja honum hátt yfir og gera okkur mat úr því. Það er extra pirrandi að tapa þessu á víti.“Ísland fékk stóran skell í síðustu tveimur leikjum gegn Frökkum. Sat það í mönnum í kvöld?„Örugglega. Það hefur örugglega legið þarna innst inni. Þeir unnu svo maður getur lítið sagt,“ sagði Kolbeinn að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.