Erlent

Svar Warren við spurningu um „gamaldags hjónabönd“ sló í gegn

Sylvía Hall skrifar
Frá pallborðsumræðunum.
Frá pallborðsumræðunum. Vísir/Getty

Forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum undanfarið er nú í öðru sæti í flestum skoðanakönnunum fyrir forval Demókrataflokksins. Enn sem komið er þykir Joe Biden líklegastur til þess að hljóta tilnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020.

Það má þó segja að Warren hafi slegið í gegn á meðal áhorfenda þegar pallborðsumræður CNN um málefni hinsegin fólks fóru fram. Morgan Cox, forseti framkvæmdastjórnar Human Rights Campaign spurði Warren hvernig hún myndi bregðast við ef stuðningsmaður myndi nálgast hana og segjast trúa því að hjónaband væru einungis milli eins karls og einnar konu.

Warren var fljót að svara spurningunni og sagðist ætla gefa sér það að slík spurning kæmi frá karlmanni.

„Ég myndi segja: Kvænst þú þá bara einni konu. Mér finnst það allt í lagi. Að því gefnu að þú getir fundið eina.“


Tengdar fréttir

Eliza­beth War­ren á mikilli siglingu

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren mælist í fyrsta sinn með mest fylgi frambjóðenda Demókrata í landskönnun sem gerð var af könnunarfyrirtækinu Quinnipiac.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.