Fótbolti

Dagný og stöllur hennar á leið í úrslitakeppnina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dagný í leik með Portland.
Dagný í leik með Portland. PORTLAND THORNS

Deildarkeppninni í bandarísku NWSL deildinni lauk í nótt og voru tvær íslenskar landsliðskonur í eldlínunni með sínum liðum. 

Dagný Brynjarsdóttir lék síðasta hálftímann þegar Portland Thorns gerði markalaust jafntefli við Washington Spirit á Providence Park leikvangum í Portland. 

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn hjá Utah Royals þegar liðið vann 2-1 sigur á Houston Dash á heimavelli þar sem Christian Press og Amy Rodriguez sáu um markaskorun fyrir Gunnhildi og stöllur hennar. 

Portland Thorns hafnaði í 3.sæti deildarinnar sem þýðir að liðið fer í fjögurra liða úrslitakeppni um meistaratitilinn þar sem liðið mætir Chicago Red Stars, sem hafnaði í 2.sæti, í undanúrslitum.

Utah Royals hafnaði í 6.sæti af níu liðum og var aðeins fjórum stigum frá því að ná inn í úrslitakeppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.