Fótbolti

Dagný og stöllur hennar á leið í úrslitakeppnina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dagný í leik með Portland.
Dagný í leik með Portland. PORTLAND THORNS
Deildarkeppninni í bandarísku NWSL deildinni lauk í nótt og voru tvær íslenskar landsliðskonur í eldlínunni með sínum liðum. 

Dagný Brynjarsdóttir lék síðasta hálftímann þegar Portland Thorns gerði markalaust jafntefli við Washington Spirit á Providence Park leikvangum í Portland. 

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn hjá Utah Royals þegar liðið vann 2-1 sigur á Houston Dash á heimavelli þar sem Christian Press og Amy Rodriguez sáu um markaskorun fyrir Gunnhildi og stöllur hennar. 

Portland Thorns hafnaði í 3.sæti deildarinnar sem þýðir að liðið fer í fjögurra liða úrslitakeppni um meistaratitilinn þar sem liðið mætir Chicago Red Stars, sem hafnaði í 2.sæti, í undanúrslitum.

Utah Royals hafnaði í 6.sæti af níu liðum og var aðeins fjórum stigum frá því að ná inn í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×