Fótbolti

Neymar meiddur af velli í vináttuleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þokkalegasta byrjunarlið
Þokkalegasta byrjunarlið vísir/getty
Brasilía og Nígería áttust við í vináttuleik í Singapúr í dag og stilltu bæði lið upp öflugum byrjunarliðum. Joe Aribo, leikmaður Glasgow Rangers, kom Nígeríu yfir en Casemiro, miðjumaður Real Madrid, jafnaði metin fyrir Brassana í upphafi síðari hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli niðurstaðan.Stærsta fréttin úr leiknum er líklega sú að skærasta stjarna Brasilíu, Neymar, þurfti að yfirgefa völlinn á 12.mínútu vegna meiðsla og kom Philippe Coutinho inná í hans stað.Óvíst er með alvarleika meiðslanna en þessi 27 ára gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt með að haldast heill síðan hann gekk í raðir franska stórveldisins PSG frá Barcelona fyrir rúmum tveimur árum síðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.