Fótbolti

Neymar meiddur af velli í vináttuleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þokkalegasta byrjunarlið
Þokkalegasta byrjunarlið vísir/getty

Brasilía og Nígería áttust við í vináttuleik í Singapúr í dag og stilltu bæði lið upp öflugum byrjunarliðum. 

Joe Aribo, leikmaður Glasgow Rangers, kom Nígeríu yfir en Casemiro, miðjumaður Real Madrid, jafnaði metin fyrir Brassana í upphafi síðari hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli niðurstaðan.

Stærsta fréttin úr leiknum er líklega sú að skærasta stjarna Brasilíu, Neymar, þurfti að yfirgefa völlinn á 12.mínútu vegna meiðsla og kom Philippe Coutinho inná í hans stað.

Óvíst er með alvarleika meiðslanna en þessi 27 ára gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt með að haldast heill síðan hann gekk í raðir franska stórveldisins PSG frá Barcelona fyrir rúmum tveimur árum síðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.