Fótbolti

Sá yngsti til að spila 100 landsleiki fyrir Brasilíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skráir sig á spjöld sögunnar
Skráir sig á spjöld sögunnar vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar náði merkum áfanga í dag þegar hann lék sinn 100 A-landsleik fyrir Brasilíu.

Brassarnir gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttuleik sem fram fór í Singapúr en Roberto Firmino kom Brasilíu í 1-0 áður en Famara Diedhiou jafnaði metin fyrir Senegal.

Neymar kom sér þar með í 100 leikja klúbbinn sem skipaður er frábærum leikmönnum; Cafu (142 leikir), Roberto Carlos (125), Dani Alves (117), Lucio (105), Claudio Taffarel (101) og Robinho (100).

Hinn 27 ára gamli Neymar er sá yngsti til að ná þessum merka áfanga. Hann var 18 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu og má nánast slá því föstu að hann muni bæta leikjamet Cafu áður en ferlinum lýkur.

Neymar er sömuleiðis á góðri leið með að verða markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi en hann hefur skorað 61 mark og vantar sautján mörk til viðbótar til að slá brasilísku goðsögninni Pele við. Önnur goðsögn, Ronaldo, er næstmarkahæsti landsliðsmaður Brasilíu með 62 mörk í 98 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×