Fótbolti

Hamrén: Viljum vinna og eigum að vinna

Erik Hamrén.
Erik Hamrén. vísir/skjáskot
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, segir að íslenska landsliðið stefni á stigin þrjú er liðið mætir Andorra í undankeppni EM 2020 annað kvöld.

Það er stutt stríðanna á milli hjá landsliðinu sem tapaði 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöldið.

Sá sænski segir að verkefnið verði allt, allt öðruvísi annað kvöld er botnlið riðilsins kemur í heimsókn.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur. Þetta er allt öðruvísi verkefni en leikurinn var á móti Frökkum. Þetta er öðruvísi áskorun,“ sagði Svíinn Hamrén.

Tyrkir skoruðu sigurmarkið gegn Andorra á 88. mínútu svo þetta verður enginn göngutúr í garðinum annað kvöld segir Hamrén.

„Við sáum úrslitin þegar þeir spiluðu við Frakka og Tyrki á útivelli. Það er erfitt að opna þá og erfitt að sigra þá.“

„Þetta verður áskorun en auðvitað viljum við vinna og við eigum að vinna. Það er klárt,“ bætti Hamrén við.

Viðtölin við hann og Alfreð Finnbogason frá blaðamannafundi landsliðsins má sjá hér að neðan.



Klippa: Skyldusigur gegn Andorra

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×