Erlent

Fá hag­fræði­verð­launin fyrir til­raunir sínar við að lina fá­tækt

Atli Ísleifsson skrifar
Abhijit Banerjee, Esther Dunflo og Michael Kremer.
Abhijit Banerjee, Esther Dunflo og Michael Kremer. Nóbelsverðlaunin
Konunglega sænska vísindaakademían tilkynnti í morgun að þau Abhijit Banerjee, Esther Dunflo og Michael Kremer deili hagfræðiverðlaunun sænska seðlabankans fyrir tilraunanálgun sína við að milda fátækt í heiminum.

Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum.

Esther Duflo er þróunarhagfræðingur við Hardard-háskóla í Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið starf á vettvangi í þróunarríkjum við að leita skýringa á orsökum fátæktar. Hin 47 ára Dunflo er önnur konan í sögunni sem hlýtur hagfræðiverðlaunin.

Abhijit Banerjee er bandarískur hagfræðingurm fæddur í Indlandi, sem starfar í MIT-háskóla. Michael Kremer starfar líkt og Dunflo við Harvard.

William D. Nordhaus og Paul M. Romer seildu verðlaununum á síðasta ári.

Í síðustu viku voru veitt Nóbelsverðlaun í flokki lífeðlis- og læknisfræði, eðlisfræði, efnafræði, bókmenntum og að lokum friðarverðlaun Nóbels.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×