Fótbolti

Jón Guðni: Erfitt að halda kjafti þegar þeir henda sér niður

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Guðni Fjóluson sagði ekkert stress hafa fylgt því að koma inn í byrjunarlið Íslands. Jón Guðni stóð vaktina í vörninni með Ragnari Sigurðssyni í leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2020.„Ég er alltaf klár, frábær tilfinning að koma inn,“ sagði Jón Guðni Fjóluson við Henry Birgi Gunnarsson á Laugardalsvelli.Var ekkert stress að koma inn í liðið? „Nei. Kannski smá extra fiðringur að spila fyrir Ísland en ekkert stress.“Ísland vann leikinn 2-0 en var þó með mikla yfirburði á vellinum.„Við vorum lengi í gang, ætluðum okkur að spila fullmikið í genum þá. Þeir liggja aftarlega og eru þéttir.“„Þegar við fórum að spila löngum boltum inn í teiginn þá fór þetta að ganga.“Þrátt fyrir að vera svokallaður skyldusigur sagði Jón Guðni leikinn hafa verið erfiðan.„Það er erfitt að spila á móti þeim. Þeir kasta sér niðuru við allt og hægja á leiknum eins og þeir geta.“„Það tókst ágætlega að eiga við það en það er ekki endalaust hægt að halda kjafti þegar þeir fara niður við minnstu snertingu,“ sagði Jón Guðni Fjóluson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.