Fótbolti

Lofar að Andorra geri allt til að taka stig af Tyrkjum

Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar
Þjálfararnir á hlaupabrautinni í kvöld.
Þjálfararnir á hlaupabrautinni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Koldo Alverz, þjálfari karlalandsliðs Andorra í knattspyrnu, segir að Andorra muni gera hvað liðið geti til að ná í stig í lokaleik sínum í riðlinum gegn Tyrkjum. Svo gæti farið að Íslendingar eigi von um eitt tveggja efstu sætanna í riðlinum nái Tyrkir ekki í þrjú stig í Andorra.

Andorra hélt raunar jöfnu 0-0 allt þar til á 89. mínútu í fyrri leiknum gegn Tyrkjum. En Tyrkir hafa farið mikinn á lokamínútunum í leikjum sínum í riðlinum. Skoruðu sigurmark gegn Albaníu á föstudag í blálokin og svo jöfnuðu þeir seint í kvöld gegn Frökkum.

Alverz var spurður að því hvort Ísland gæti treyst á það að landslið Andorra gerði allt sem það gæti til að taka stig af Tyrkjum í lokaumferðinni.

„Við munum reyna ða ná í stig í síðasta leiknum. En ekki fyrir Ísland, heldur Andorra,“ sagði þjálfarinn spænski og glotti.

Andorra vann 1-0 sigur á Moldóvu á föstudaginn. Um var að ræða fyrsta sigurinn í 57 tilraunum í undankeppni EM. Allir hinir 56 leikirnir, hver einn og einasti, töpuðust. Það sama gerðist í kvöld.

En leikur Andorra og Tyrklands mun þó engu máli skipta fyrir okkur Íslendinga nema okkar menn vinni fyrst sigur í Tyrklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.