Fótbolti

Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Balkov og Kieran Trippier í hrókasamræðum.
Balkov og Kieran Trippier í hrókasamræðum. vísir/getty
Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi.Leikmenn Englands urðu fyrir rasisma en Balakov segist ekki hafa heyrt. Hann lét svo stuðningsmenn enska liðsins heyra það.„Ég verð að segja að óásættanleg hegðun stuðningsmanna var ekki bara hjá Búlgaríu því stuðningsmenn Englands blístruðu og sungu á meðan þjóðsöngurinn var í gangi,“ sagði Balakov.„Þeir notuðu svo orð gagnvart stuðningsmönnum okkar í síðari hálfleiknum sem mér finnst ekki ásættanlegt. Þetta hefur ekki gerst fyrir okkur báðum.“„Þetta hefur ekki verið vandamál áður en svo kemur England til Búlgaríu og það eina sem ég hef heyrt síðustu þrjár vikur er fólk að tala um eitthvað allt annað en fótbolta.“Fróðlegt verður að sjá hver viðurlögin verða við hegðun stuðningsmanna Búlgaríu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.