Innlent

Bein útsending: Samgönguáætlun 2020-2034 kynnt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnir áætlunina og svo taka við umræður.
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnir áætlunina og svo taka við umræður. Vísir/Vilhelm

Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 verður kynnt á opnum morgunverðarfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fimmtudaginn 17. október í Norræna húsinu milli kl. 8:30-10:00.

Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Samgönguáætlunin verður birt í samráðsgátt stjórnvalda samtímis fundinum.

Allir eru velkomnir en hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Dagskrá:

8:30 Samgönguáætlun 2020-2034
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

9:15 Umræður í pallborði um samgöngumál
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.