Innlent

Bein útsending: Samgönguáætlun 2020-2034 kynnt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnir áætlunina og svo taka við umræður.
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnir áætlunina og svo taka við umræður. Vísir/Vilhelm
Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 verður kynnt á opnum morgunverðarfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fimmtudaginn 17. október í Norræna húsinu milli kl. 8:30-10:00.

Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Samgönguáætlunin verður birt í samráðsgátt stjórnvalda samtímis fundinum.

Allir eru velkomnir en hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Dagskrá:

8:30 Samgönguáætlun 2020-2034

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

9:15 Umræður í pallborði um samgöngumál

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.