Fótbolti

Sveinn Aron: Vildum sigurinn meira en þeir

Ísak Hallmundarson skrifar
Sveinn Aron skoraði sigurmark Íslands í dag úr vítaspyrnu
Sveinn Aron skoraði sigurmark Íslands í dag úr vítaspyrnu Vísir/Bára
Sveinn Aron Guðjohnsen, markaskorari íslenska liðsins í dag, var ánægður með endurkomu liðsins eftir tapið í Svíþjóð. 

,,Eftir tapið um helgina ætluðum við að mæta í þennan leik og taka þessi þrjú stig og það gekk upp. Við ætluðum gjörsamlega að keyra yfir þá, sem við gerðum og við vildum bara sigurinn meira en þeir,’’ segir Sveinn. 

Sveinn segist hafa verið sérstaklega ánægður með liðsheildina.

,,Að koma til baka eftir 5-0 tap og spila svona vel á móti liði sem var taplaust, það er frábært.’’ 

,,Við ætlum að fara til Ítalíu í næsta mánuði og taka þrjú stig þar eins og í hverjum einasta leik,’’ sagði Sveinn að lokum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Ísland vann og tyllti sér í toppsætið

Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×