Erlent

Svipta ISIS-liða ríkisborgararétti

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur. Nordicphotos/AFP
Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, lýsti því yfir á mánudag að íslamistar með tvöfalt ríkisfang yrðu sviptir því danska. Ástæðan er innrás Tyrkja í Kúrdahéröð Sýrlands og hættan á því að þúsundir ISIS-liða sleppi úr haldi.

„Þetta fólk sneri bakinu við Danmörku og notaði ofbeldi til þess að berjast gegn lýðræði og frelsi. Þau ógna öryggi okkar. Þau eru óæskileg í Danmörku,“ sagði Fredriksen.

Frumvarp þessa efnis kemur frá Sósíaldemókrataflokknum sem leiðir ríkisstjórnina, en það nýtur jafnframt stuðnings flestra flokka á danska þinginu. Talið er að það gæti orðið að lögum á nokkrum vikum.

Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu er vitað um 36 Dani sem hafa haldið til Miðausturlanda til að berjast með hryðjuverkasamtökum. Tólf þeirra eru í varðhaldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×