Erlent

Svipta ISIS-liða ríkisborgararétti

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur. Nordicphotos/AFP

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, lýsti því yfir á mánudag að íslamistar með tvöfalt ríkisfang yrðu sviptir því danska. Ástæðan er innrás Tyrkja í Kúrdahéröð Sýrlands og hættan á því að þúsundir ISIS-liða sleppi úr haldi.

„Þetta fólk sneri bakinu við Danmörku og notaði ofbeldi til þess að berjast gegn lýðræði og frelsi. Þau ógna öryggi okkar. Þau eru óæskileg í Danmörku,“ sagði Fredriksen.

Frumvarp þessa efnis kemur frá Sósíaldemókrataflokknum sem leiðir ríkisstjórnina, en það nýtur jafnframt stuðnings flestra flokka á danska þinginu. Talið er að það gæti orðið að lögum á nokkrum vikum.

Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu er vitað um 36 Dani sem hafa haldið til Miðausturlanda til að berjast með hryðjuverkasamtökum. Tólf þeirra eru í varðhaldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.