Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í Sand­gerði

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið barst klukkan 9:07 í morgun.
Útkallið barst klukkan 9:07 í morgun. vísir/vilhelm

Slökkviliðsmenn á vegnum Brunavarna Suðurnesja eru nú á leiðinni til Sandgerðis eftir að tilkynnt var um eld í bílskúr húss við Brekkustíg.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið klukkan 9:07. Hfi eldur komið upp í bíl sem staðsettur var inni í bílskúrnum.

Tveir slökkviliðsbílar og sjúkrabíll hafi verið sendir frá Keflavík.

Uppfært 9:55: Búið er að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja tókst eldinum ekki að læsa sig í bílskúrnum, en bíllinn er skemmdur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.