Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í Sand­gerði

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið barst klukkan 9:07 í morgun.
Útkallið barst klukkan 9:07 í morgun. vísir/vilhelm
Slökkviliðsmenn á vegnum Brunavarna Suðurnesja eru nú á leiðinni til Sandgerðis eftir að tilkynnt var um eld í bílskúr húss við Brekkustíg.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið klukkan 9:07. Hfi eldur komið upp í bíl sem staðsettur var inni í bílskúrnum.Tveir slökkviliðsbílar og sjúkrabíll hafi verið sendir frá Keflavík.Uppfært 9:55: Búið er að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja tókst eldinum ekki að læsa sig í bílskúrnum, en bíllinn er skemmdur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.