Börnin geta líka bjargað mannslífum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira