Íslenski boltinn

Lára Kristín í KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lára Kristín Pedersen
Lára Kristín Pedersen vísir/bára

Lára Kristín Pedersen hefur samið við KR og mun spila með liðinu í Pepsi Max deild kvenna næsta sumar.

KR tilkynnti um félagsskiptin í dag. Lára Kristín er 25 ára miðjumaður sem er uppalin í Aftureldingu en kemur til KR frá Þór/KA.

Hún spilaði með Stjörnunni í fimm ár áður en hún fór norður síðasta sumar.

Lára Kristín spilaði alla leiki Þórs/KA síðasta sumar og skoraði eitt mark.

KR endaði í 7. sæti Pepsi Max deildar kvenna á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.