Fótbolti

„Þegar það snjóar þá er ég víkingur“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan Ibrahimovic er á sínu öðru tímabili hjá LA Galaxy
Zlatan Ibrahimovic er á sínu öðru tímabili hjá LA Galaxy vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic segir að hann muni kalla fram sinn innri víking ef það byrjar að snjóa í næsta leik LA Galaxy á móti Minnesota United.Zlatan hefur í gegnum ferilinn komið fram með með djarfar staðhæfingar en hann hefur oft líkt sér við ljón. Hann er ekkert að spara heldur stóru orðin fyrir mögulega erfiðar aðstæður á Allianz Field á sunnudag.LA Galaxy mun í næsta leik mæta til Minnesota en það er gert ráð fyrir snjókomu á leikdegi. Zlatan segir að það muni ekki halda aftur af honum.„Ég er frá Svíþjóð, ég fæddist í snjó,“ sagði Zlatan í viðtali við opinberan Twitter aðgang félagsins og hélt áfram: „Þegar það snjóar er ég víkingur en þegar það er hlýtt þá er ég ljón. Við verðum að aðlagast öllum aðstæðum.“Zlatan hefur skorað 30 mörk í 29 leikjum fyrir LA Galaxy á árinu. Hann vill hjálpa LA í umspil MLS deildarinnar en hann missti af því á sínu fyrsta tímabili með liðinu í fyrra.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.