Innlent

Kom reglulega og barði húsið að utan

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Enginn var sjáanlegur þegar lögregla kom á vettvang í Hafnarfirði í nótt.
Enginn var sjáanlegur þegar lögregla kom á vettvang í Hafnarfirði í nótt. Vísir/vilhelm

Lögregla var kölluð út að húsi í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um að sami einstaklingurinn kæmi reglulega og berði hús tilkynnanda að utan. Einstaklingurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.  

Þá var tilkynnt um einstakling að brjóta rúður í verslun í miðbænum seint á þriðja tímanum í nótt. Viðkomandi var á bak og burt þegar lögregla mætti á staðinn.

Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í bíl í Hlíðunum. Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í gær, annað á sjöunda tímanum í Breiðholti og hit á tíunda tímanum í Hlíðunum. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í dagbók lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.