Enski boltinn

Ekkert stress á Solskjær: „Þarf ekki að kaupa mér tryggingar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manhcester United, segir að hann sé ekki að stressa sig á því að verða rekinn frá félaginu.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manhcester United, segir að hann sé ekki að stressa sig á því að verða rekinn frá félaginu. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manhcester United, segir að hann sé ekki að stressa sig á því að verða rekinn frá félaginu.

Byrjun Manchester United á tímabilinu hefur verið ansi slök en þetta er versta byrjun United í 30 ár. Á sunnudaginn mæta þeir svo toppliði Liverpool.

Solskjær ræddi byrjunina á tímabilinu og margt fleira við gamlan samherja sinn hjá Man. United, Gary Neville, sem starfar nú fyrir Sky Sports.







„Allt það sem ég hef rætt við eigendurna, Ed Woodward og félagið er að ég er með þriggja ára samning,“ sagði Solskjær, en liðið hefur undir hans stjórn komið sér fyrir í tólfta sæti úrvalsdeildarinnar.

„Við erum að plana til lengri tíma. Ég fékk starfið og ef þú tapar einum leik eða tveimur þarftu ekki að hringja eftir tryggingum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×