Innlent

Hval rak á land í Grindavík

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grindavík. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Grindavík. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Ernir
Hvalur fannst rekinn á land í fjörunni við golfvöllinn, vestur af Grindavík í gærmorgun.Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að fólk hafi orðið vart við hvalinn skömmu áður þar sem hann var að veltast um í ölduróti í Arfadalsvík.„Hann rak svo á land og lá dauður í fjöruborðinu skammt undan landi þegar að var komið. Lögreglan á Suðurnesjum sendi tilkynningu varðandi málið á þar til bærar stofnanir,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.