Innlent

Hval rak á land í Grindavík

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grindavík. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Grindavík. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Ernir

Hvalur fannst rekinn á land í fjörunni við golfvöllinn, vestur af Grindavík í gærmorgun.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að fólk hafi orðið vart við hvalinn skömmu áður þar sem hann var að veltast um í ölduróti í Arfadalsvík.

„Hann rak svo á land og lá dauður í fjöruborðinu skammt undan landi þegar að var komið. Lögreglan á Suðurnesjum sendi tilkynningu varðandi málið á þar til bærar stofnanir,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.