Fótbolti

Stuðningsmenn Ajax í banni gegn Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Ajax mega ekki fylgja liði sínu til Lundúna
Stuðningsmenn Ajax mega ekki fylgja liði sínu til Lundúna vísir/getty
Stuðningsmenn Ajax fá ekki að mæta á Stamford Bridge þegar Ajax sækir Chelsea heim í Meistaradeild Evrópu. UEFA hefur sett stuðningsmennina í bann.

Evrópska knattspyrnusambandið gaf í dag út bann á stuðningsmenn Ajax eftir óeirðir í leik hollenska liðsins við Valencia á Spáni.

Eftir óeirðir stuðningsmanna á leik gegn Benfica á síðasta tímabili þurftu stuðningsmennirnir að sýna sínar bestu hliðar í ákveðinn tíma. Það gerðu þeir hins vegar ekki og því hafa þeir verið settir í bann.

Ofan á stuðningsmannabannið fékk Ajax 50 þúsund evra sekt fyrir ólætin og þá á félagið yfir höfði sér annað stuðningsmannabann ef stuðningsmennirnir gerast sekir um óeirðir næsta árið.

Leikur Chelsea og Ajax í Meistaradeildinni fer fram 5. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×