Fótbolti

Stuðningsmenn Ajax í banni gegn Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Ajax mega ekki fylgja liði sínu til Lundúna
Stuðningsmenn Ajax mega ekki fylgja liði sínu til Lundúna vísir/getty

Stuðningsmenn Ajax fá ekki að mæta á Stamford Bridge þegar Ajax sækir Chelsea heim í Meistaradeild Evrópu. UEFA hefur sett stuðningsmennina í bann.

Evrópska knattspyrnusambandið gaf í dag út bann á stuðningsmenn Ajax eftir óeirðir í leik hollenska liðsins við Valencia á Spáni.

Eftir óeirðir stuðningsmanna á leik gegn Benfica á síðasta tímabili þurftu stuðningsmennirnir að sýna sínar bestu hliðar í ákveðinn tíma. Það gerðu þeir hins vegar ekki og því hafa þeir verið settir í bann.

Ofan á stuðningsmannabannið fékk Ajax 50 þúsund evra sekt fyrir ólætin og þá á félagið yfir höfði sér annað stuðningsmannabann ef stuðningsmennirnir gerast sekir um óeirðir næsta árið.

Leikur Chelsea og Ajax í Meistaradeildinni fer fram 5. nóvember næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.