Amazon fékk það í gegn að seinka leik Liverpool á öðrum degi jóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 09:30 Mohamed Salah í baráttu við Leicester leikmanninn Caglar Soyuncu. Getty/Clive Brunskill Leikur Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla fer ekki fram fyrr en klukkan 20.00 um kvöldið. Amazon fékk það í gegn að seinka leiknum en fyrirtækið er í fyrsta sinn með samning við ensku úrvalsdeildina og sýnir nú alla tíu leiki jólaumferðarinnar sem fara fram 26. og 27. desember. Bandaríska fyrirtækið vildi seinka leik Leicester og Liverpool fram á kvöld sem er ekki vaninn á þessum degi enda þykir mörgum meira en nóg að það sé verið að spila leikinn á þessum degi. Enska úrvalsdeildin er sú eina sem spilar leiki yfir hátíðirnar. Bandaríkin eru fimm til átta klukkutímum á eftir Bretlandi en leikirnir verða sýndir beint á Amazon Prime Video.Liverpool's #PremierLeague trip to Leicester City on Boxing Day has been moved to an 20:00 GMT kick-off. Thoughts?https://t.co/B5YHDkXUnM#LFC#LCFC#bbcfootballpic.twitter.com/bLhmGt7t5P — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019Liverpool hefur reynt að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim fríar rútuferð á leikinn frá Liverpool en það er vissulega mun meira óhagræði af þessari breytingu fyrir stuðningsmenn Liverpool sem er útiliðið í umræddum leik. Stuðningsmannaklúbbur Liverpool, Spirit of Shankly, var allt annað en ánægður með þessa breytingu og kallaði hana svívirðilega vegna vandræðanna sem hún mun búa til fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þessi breyting þýðir þá að Liverpool fær meiri hvíld milli leikja en Manchester City. Liverpool spilar þennan leik að kvöldi 26. desember og mætir svo Wolves 29. desember klukkan 16.30. Það líða því 68 klukkutímar og 30 mínútur á milli leikja. Manchester City spilar aftur á móti við Wolves klukkan 19.45 27. desember og svo aftur við Sheffield United klukkan 18.00 28. desmber. Það líða því bara 46 klukkutímar og 15 mínútur á milli leikja Manchester City á milli jóla og nýárs. Tveir aðrir leikir á öðrum degi jóla voru líka færðir. Leikur Tottenham og Brighton mun hefjast klukkan 12.30 og leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 17.30. Enski boltinn Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Leikur Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla fer ekki fram fyrr en klukkan 20.00 um kvöldið. Amazon fékk það í gegn að seinka leiknum en fyrirtækið er í fyrsta sinn með samning við ensku úrvalsdeildina og sýnir nú alla tíu leiki jólaumferðarinnar sem fara fram 26. og 27. desember. Bandaríska fyrirtækið vildi seinka leik Leicester og Liverpool fram á kvöld sem er ekki vaninn á þessum degi enda þykir mörgum meira en nóg að það sé verið að spila leikinn á þessum degi. Enska úrvalsdeildin er sú eina sem spilar leiki yfir hátíðirnar. Bandaríkin eru fimm til átta klukkutímum á eftir Bretlandi en leikirnir verða sýndir beint á Amazon Prime Video.Liverpool's #PremierLeague trip to Leicester City on Boxing Day has been moved to an 20:00 GMT kick-off. Thoughts?https://t.co/B5YHDkXUnM#LFC#LCFC#bbcfootballpic.twitter.com/bLhmGt7t5P — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019Liverpool hefur reynt að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim fríar rútuferð á leikinn frá Liverpool en það er vissulega mun meira óhagræði af þessari breytingu fyrir stuðningsmenn Liverpool sem er útiliðið í umræddum leik. Stuðningsmannaklúbbur Liverpool, Spirit of Shankly, var allt annað en ánægður með þessa breytingu og kallaði hana svívirðilega vegna vandræðanna sem hún mun búa til fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þessi breyting þýðir þá að Liverpool fær meiri hvíld milli leikja en Manchester City. Liverpool spilar þennan leik að kvöldi 26. desember og mætir svo Wolves 29. desember klukkan 16.30. Það líða því 68 klukkutímar og 30 mínútur á milli leikja. Manchester City spilar aftur á móti við Wolves klukkan 19.45 27. desember og svo aftur við Sheffield United klukkan 18.00 28. desmber. Það líða því bara 46 klukkutímar og 15 mínútur á milli leikja Manchester City á milli jóla og nýárs. Tveir aðrir leikir á öðrum degi jóla voru líka færðir. Leikur Tottenham og Brighton mun hefjast klukkan 12.30 og leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 17.30.
Enski boltinn Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira