Enski boltinn

Greenwood á Old Trafford til 2023

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mason Greenwood
Mason Greenwood vísir/getty
Mason Greenwood hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Manchester United.

Ole Gunnar Solskjær hefur mikið álit á hinum 18 ára Greenwood og hefur framherjinn komið við sögu í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.

Greenwood uppskar fyrir að hafa tekið tækifærinu vel því hann gerði nýjan samning við United sem gildir út júní 2023 með möguleika á framlengingu til 2024.

Greenwood hefur tekið þátt í níu leikjum í öllum keppnum með Manchester United á tímabilinu og skorað tvö mörk, þar á meðal sigurmark United gegn Astana í Evrópudeildinni.

Þá hefur hann spilað 14 leiki fyrir yngri landslið Englands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.