Enski boltinn

Greenwood á Old Trafford til 2023

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mason Greenwood
Mason Greenwood vísir/getty

Mason Greenwood hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Manchester United.

Ole Gunnar Solskjær hefur mikið álit á hinum 18 ára Greenwood og hefur framherjinn komið við sögu í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.

Greenwood uppskar fyrir að hafa tekið tækifærinu vel því hann gerði nýjan samning við United sem gildir út júní 2023 með möguleika á framlengingu til 2024.
Greenwood hefur tekið þátt í níu leikjum í öllum keppnum með Manchester United á tímabilinu og skorað tvö mörk, þar á meðal sigurmark United gegn Astana í Evrópudeildinni.

Þá hefur hann spilað 14 leiki fyrir yngri landslið Englands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.