Fótbolti

Zlatan gæti sett skóna á hilluna eftir helgi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan á að baki magnaðan feril
Zlatan á að baki magnaðan feril vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic gæti sett fótboltaskóna á hilluna eftir fyrsta leik LA Galaxy í úrslitakeppni MLS deildarinnar.

Galaxy mætir Minnesota United í fyrsta leik úrslitakeppninnar aðfaranótt mánudags.

The Sun greinir frá því að Zlatan hafi sagt að leikurinn „gæti verið hans síðasti.“ Galaxy endaði í fimmta sæti vesturdeildar MLS deildairnnar, 21 stigi frá Los Angeles FC sem vann vesturdeildina og er talið líklegast til sigurs.

Zlatan hefur áður gefið það í skyn að hann myndi hætta eftir þetta tímabil, en hann er 38 ára gamall.

Ef Galaxy vinnur leikinn við Minnesota mun Zlatan halda áfram að spila með þeim í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.