Fótbolti

Zlatan gæti sett skóna á hilluna eftir helgi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan á að baki magnaðan feril
Zlatan á að baki magnaðan feril vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic gæti sett fótboltaskóna á hilluna eftir fyrsta leik LA Galaxy í úrslitakeppni MLS deildarinnar.Galaxy mætir Minnesota United í fyrsta leik úrslitakeppninnar aðfaranótt mánudags.The Sun greinir frá því að Zlatan hafi sagt að leikurinn „gæti verið hans síðasti.“ Galaxy endaði í fimmta sæti vesturdeildar MLS deildairnnar, 21 stigi frá Los Angeles FC sem vann vesturdeildina og er talið líklegast til sigurs.Zlatan hefur áður gefið það í skyn að hann myndi hætta eftir þetta tímabil, en hann er 38 ára gamall.Ef Galaxy vinnur leikinn við Minnesota mun Zlatan halda áfram að spila með þeim í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.