Fótbolti

Valencia náði í stig í Madrid

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Atletico Madrid er þremur stigum á eftir toppliði Barcelona
Atletico Madrid er þremur stigum á eftir toppliði Barcelona vísir/getty

Atletico Madrid missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á heimavelli.

Diego Costa kom heimamönnum í Atletico yfir á 36. mínútu úr vítaspyrnu og var það markið sem skildi liðin af í hálfleik.

Atletico virtist ætla að sigla sigrinum heim en Daniel Parejo skoraði á 82. mínútu og jafnaði metin.

Í uppbótartíma var Kangin Lee rekinn af velli með beint rautt spjald og Valencia því manni færri síðustu mínútrnar. Það kom hins vegar ekki að sök og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Atletico er nú með 16 stig eftir níu leiki í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Barcelona sem situr á toppnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.