Innlent

Bein út­sending: Engin störf á dauðri jörð

Atli Ísleifsson skrifar
Þingið hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 12.
Þingið hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 12.

Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulíf, efnahag og lífskjör almennings víða um heim.

Þetta er viðfangsefnið á umhverfismálþingi ASÍ sem fram fer í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við.

Hægt verður að fylgjast með þinginu í spilaranum að neðan, en þingið hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 12.

Fundarstjóri er Halldóra Sveinsdóttir, formaður umhverfis- og neytendanefndar ASÍ.DAGSKRÁ

08:30 Ávarp - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

08:45 Góð störf á lifandi jörð - Hamfarahlýnun og ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ

09:00 Verndum, nýtum og njótum - Náttúra og auðlindir á landi. Dr. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur

09:20 Breytingar á lífríki sjávar við Ísland. Hvað þýða þær fyrir okkur? Dr. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunnar

09:40 Hringrásarhagkerfið - Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

10:00 Kaffi

10:10 Kynning á nokkrum fyrirtækjum sem starfa innan hringrásarhagkerfisins

10:35 „Stjörnu-Sævar“ - Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur

10:50 Pallborð - Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og kynningamála hjá ASÍ stýrir pallborði

Þátttakendur í pallborði:
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu

11:30 Ávarp - Drífa Snædal, forseti ASÍAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.