Fótbolti

Glæpagengi herja á stjörnurnar á Spáni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Brotist var inn hjá Alba, Coutinho og Umtiti nýlega.
Brotist var inn hjá Alba, Coutinho og Umtiti nýlega. Nordicphotos/Getty
Brotist var inn til Thomas Partey, leikmanns Atletico Madrid, á mánudaginn, degi eftir að brotist var inn til Casemiro, leikmanns Real Madrid, á meðan leikur Real og Atletico stóð. Glæpagengi herja á heimili leikmanna á Spáni og nýlega er búið að brjótast inn til að hið minnsta átján leikmanna en sem betur fer hefur enginn meiðst til þessa.Heimilishjálp Partey var ein heima þegar glæpagengið mætti á svæðið og var skiljanlega brugðið eftir að henni var ógnað með byssu en hún slapp ómeidd á meðan ræningjarnir létu greipar sópa. Degi áður fóru ræningjar inn á heimili Casemiro þegar fjölskylda hans var heima en þau urðu ekki vör við óboðnu gestina.Á síðustu mánuðum hefur verið brotist inn hjá Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid, Isco og Lucas Vazquez sem leika allir með Real Madrid og Alvaro Morata, framherja Atletico Madrid.Glæpagengin herja ekki aðeins á leikmenn Real og Atletico því fyrr á þessu ári var brotist inn til Samuels Umtiti, Gerards Pique, Jordi Alba, Arthurs, Philippe Coutinho og Kevin-Prince Boateng þegar þeir voru samningsbundnir Barcelona.Þá hefur einnig verið brotist inn til leikmanna Villareal, Valencia og Real Betis síðustu vikurnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.