Fótbolti

„Apahljóð eru ekki alltaf rasismi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku skorar úr vítinu gegn Cagliari þar sem hann varð fyrir kynþáttafordómum.
Lukaku skorar úr vítinu gegn Cagliari þar sem hann varð fyrir kynþáttafordómum. vísir/getty
Framkvæmdarstjóri Lazio, Claudio Lotiti, segir að apahljóð séu ekki alltaf rasismi vegna stundum séu þeim hljóðum beint að „venjulegu fólki með hvíta húð“.

Mikið hefur gengið á í ítalska boltanum undanfarnar vikar og mánuði þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur lent fyrir barðinu á kynþáttafordómum.

Síðast var það Romelu Lukaku, framherji Inter, en stuðningsmenn Cagliari kölluðu apahljóð í átt að Lukaku sem tók víti í sigri Inter á Cagliari.







„Flautið er ekki alltaf hægt að tengja með mismunun eða rasisma. Ég man þegar ég var lítill, þá var fólk sem var ekki litað og var með venjulega hvíta húð sem söng þessa söngva til að halda mótherjanum frá því að skora,“ sagði Claudio.

„Þetta fólk ætti að vera meðhöndlað einstaklingslega. Við erum með svo marga svarta leikmenn og ég held að Lazio greini ekki á milli litarháttar. Allir eru velkomnir hjá Lazio.“


Tengdar fréttir

Apahljóðin voru til þess að sýna virðingu

Ein furðulegasta yfirlýsing síðari tíma kom frá stuðningsmannahópi ítalska félagsins Inter í dag þar sem þeir verja apahljóðin hjá stuðningsmönnum Cagliari í garð Romelu Lukaku, framherja Inter.

Cagliari ekki refsað fyrir kynþáttaníð

Ítalska félagið Cagliari þarf ekki að sæta refsingar vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna í garð Romelu Lukaku eftir rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×