Erlent

Mikil gerjun í geimréttinum

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Lagaleg álitaefni í geimnum verða rædd í HR í dag.
Lagaleg álitaefni í geimnum verða rædd í HR í dag. Nordicphotos/Getty
Fjallað verður um lagaleg álitaefni tengd himingeimnum á fundi á vegum Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR (AES) í dag. Michael Byers, prófessor í alþjóðasamskiptum og þjóðarétti við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, mun halda erindi en hann vinnur nú að kennslubók á sviði geimréttar.

„Það er mikil gerjun í geimrétti núna sem stafar meðal annars af fyrirhugaðri námavinnslu á smástirnum og framförum við smíði geimvopna. Auknar athafnir mannsins í geimnum kalla því á endurskoðun á því regluverki sem gildir um geiminn,“ segir Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður AES.

Meðal þess sem Michael Byers mun velta upp er hvort Elon Musk gæti orðið forseti á Mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×