Fótbolti

Capello vildi Messi til Juventus: „Spurði Rijkaard hvort að við gætum fengið hann lánaðan“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hinn reynslumikli þjálfari, Capello.
Hinn reynslumikli þjálfari, Capello. vísir/getty
Fabio Capello, fyrrum knattspyrnustjórinn, segir að hann hafi reynt að fá Lionel Messi til Juventus þegar hann var stjóri liðsins.

Messi var enn og aftur í eldlínunni er Barcelona vann 2-1 sigur á Inter í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en Messi lagði upp sigurmarkið.

Capello stýrði Juventus frá 2004 til 2006 og segir að hann hafi hitt Messi ungan að árum.

„Ég hitti Messi fyrst þegar hann var sextán ára í Gamper-bikarnum,“ en Gamper bikarinn er mót sem er haldið í ágúst af Barcelona.

„Þegar hann kom inn á völlinn tóku áhorfendurnir við sér. Ég fór til Rijkaard og spurði hann hvort að við gætum fengið hann lánaðan.“

„Þeir áttu í vandræðum því þeir gátu bara notað þrjá leikmenn sem voru ekki innan Evrópu en hann sagði að þeir myndu finna lausn á þessu.“

Messi hefur verið hjá Barcelona síðan og gert magnaða hluti en hann hefur fimm sinnum verið kjörinn besti leikmaður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×